Fréttir


  • Adalskipulagssja_1725377752630

3.9.2024

Viðbætur í Aðalskipulagssjá

Í Aðalskipulagssjá Skipulagsstofnunar er hægt að skoða allar aðalskipulagsáætlanir á Íslandi sem eru til á stafrænu formi. Nýlega voru gerðar breytingar á vefsjánni sem eru til þess fallnar að auðvelda leit og túlkun gagna í réttum mælikvarða. Breytingarnar eru eftirfarandi:

  • Kominn er leitargluggi, efst í hægra horni, þar sem hægt er að slá inn staðarheiti eða heimilisföng.
  • Neðst í hægra horni, undir kvarðastikunni, er nú hægt að sjá í hvaða mælikvarða kortið er hverju sinni. Túlkun aðalskipulagsuppdrátta miðast við kvarðann 1:100.000. Athugið að mælikvarðarnir í grunnkorti vefsjárinnar hitta ekki alveg á þann kvarða eins og hann er skilgreindur núna, en kvarðinn 1:100.000 er um það bil mitt á milli þriðja og fjórða þysjunarstigs.