Fréttir


Skálasvæði við Hvanngil, Rangárþingi ytra - 23.9.2010

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdir á skálasvæði við Hvanngil, Rangárþingi ytra

skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

 

Lesa meira

Skálasvæði við Hrafntinnusker, Rangárþingi ytra - 23.9.2010

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að framkvæmdir á skálasvæði við Hrafntinnusker, Rangárþingi ytra

skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.

  Lesa meira

Endurvinnsla/jarðgerð Íslenka gámafélagsins ehf. í Hellislandi, Sveitarfélagið Árborg - 14.9.2010

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að endurvinnsla/jarðgerð Íslenska gámafélagsins ehf. í Hellislandi, Sveitarfélaginu Árborg, skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br.

Lesa meira

Ný skipulagslög samþykkt á Alþingi - 13.9.2010

Frumvarp umhverfisráðherra til nýrra skipulagslaga hefur verið samþykkt. Lögin kveða á um fjölda nýmæla en markmið þeirra er að auka skilvirkni, sveigjanleika og gæði við gerð skipulags. Lögin gera ráð fyrir aukinni þátttöku almennings við gerð skipulagsáætlana og í þeim er kveðið á um landsskipulagsstefnu þar sem stjórnvöld móta heildstæða sýn í skipulagsmálum. 


Sjá frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins

Lesa meira

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga 16.-17. sept. Sértilboð á gistingu og kvöldverði - 10.9.2010

Skráning hefur farið ágætlega af stað og eru horfur á að þátttaka verði góð, fáir þátttakendur þó komnir frá Austurlandi og Vestfjörðum.

Vakin er athygli á sértilboði á gistingu í eins manns herbergi kr. 7000, tveggja manna herbergi kr 11.250 og kvöldverður kr 4.800.

Munið að panta gistingu og kvöldverð með pósti á netfangið reykholt@fosshotel.is og setjið "vegna Skipulagsstofnunar" í viðfangið (subject)