Uppfærsla á gagnalýsingu og leiðbeiningum um stafrænt aðalskipulag
Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns aðalskipulags sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar.
Um er að ræða uppfærslu á eldri útgáfu og helstu breytingar felast í eftirfarandi atriðum:
- Hættumatslínur eru nú skilgreindar sem landnotkunarflokkurinn Náttúruvá og bætt hefur verið við undirflokk sem segir til um hvort um sé að ræða hættumatslínu A,B eða C.
- Ný fitjueigind „lýsing“ hefur verið sett inn fyrir þær fitjutegundir sem ná yfir landnotkun. Í lýsingu er unnt að setja inn nánari lýsingu á viðkomandi fitju þegar talið er þörf á því. Um er að ræða lýsingu á fitjunni sem felur ekki í sér sérstök skipulagsákvæði.
- Ný fitjueigind „efnismagn“ hefur verið sett inn fyrir þær fitjueigindir sem ná yfir landnotkun. Þar er gert ráð fyrir að skráð sé efnismagn í m3 á þeim reitum sem skilgreindir eru sem Efnistöku- og efnislosunarsvæði.
- Ný fitjueigind „fjöldi gistirúma (gesta)“ hefur verið sett inn fyrir þær fitjueigindir sem ná yfir landnotkun. Þar er gert ráð fyrir að skráður sé heildarfjöldi gistirúma sem heimilaður er á reitnum sem fitjan afmarkar. Skrá þarf fjölda gistirúma fyrir alla landnotkunarreiti þar sem gisting er heimiluð.
- Taflan skipulagsskjöl er ekki lengur hluti stafræns skipulags og því tekin út.
- Almenn skipulagsákvæði fyrir hvern landnotkunarflokk eru nú hluti af stafrænu aðalskipulagi og gert er ráð fyrir að þau séu sett fram í sérstakri töflu sem skilað verður inn með stafrænum gögnum.
- Í kafla 7 hefur verið skerpt á verklagi er varðar skil á stafrænum gögnum til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu og til staðfestingar aðalskipulags .