Fréttir


  • Landmannalaugar

6.5.2016

Umhverfismatsdagurinn 2016 - skráning

Skipulagsstofnun stendur árlega fyrir Umhverfismatsdeginum sem í ár verður haldinn 9. júní á Nauthól, kl. 13.00-16.30.

Aðalfyrirlesari er Thomas Fischer prófessor við University of Liverpool, en hann hefur um langt árabil verið meðal leiðandi fræðimanna í umræðu um þróun umhverfismats áætlana og árangur umhverfismats.

 

Þá mun Auður H. Ingólfsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst ræða um samráð við áætlanagerð. Einnig verður sagt frá dæmum um áhrif umhverfismats á áætlanagerð. Hrafnkell Proppé og Hrafnhildur Brynjólfsdóttir munu fjalla um áhrif umhverfismats á mótun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og Sverrir Jan Norðfjörð og Stefán Gunnar Thors munu fjalla um sama efni út frá kerfisáætlun Landsnets. Þá verður gerð grein fyrir vinnu Skipulagsstofnunar við skýrslu um stöðu umhverfismats áætlana síðustu fimm ár.

Málþingið er öllum opið og fer skráning fram á hér.