Fréttir


18.11.2019

Torgið – nýtt fréttabréf Skipulagsstofnunar

Út er komið fyrsta tölublað nýs fréttabréfs Skipulagsstofnunar, Torgið. Miðlun upplýsinga og fagþekkingar um skipulagsgerð og umhverfismat er meðal meginhlutverka Skipulagsstofnunar sem er sinnt í gegnum ólíka miðla, t.a.m. með útgáfu leiðbeininga, rafrænna og á prenti, upplýsingagjöf á vef- og samfélagsmiðlum og ýmiskonar fundahaldi, ráðstefnum og málstofum.

Torgið, sem mun koma út tvisvar á ári, er viðbót í þá flóru. Með því er stefnt að aukinni miðlun upplýsinga um starf stofnunarinnar og nýjungar og ýmis fagleg efni á sviði skipulagsmála.

Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði eru fregnir af ýmsum verkefnum stofnunarinnar – vinnu við mótun viðauka við landsskipulagsstefnu og strandssvæðisskipulag á Vestfjörðum og Austfjörðum ásamt leiðbeiningum um endurheimt votlendis. Þá er í föstum lið fréttabréfsins, Skipulagsglugganum, vakin athygli á áhugaverðu skipulagsverkefni.

Torgið – fréttabréf Skipulagsstofnunar