Fréttir


  • Torgid_1636651567746

11.11.2021

Torgið - Fréttabréf Skipulagsstofnunar

Torgið, fréttabréf Skipulagsstofnunar, kemur út tvisvar á ári. Nú er haustútgáfan komin út, bæði rafrænt og á prenti. 

Eins og í fyrri tölublöðum er þar að finna forstjórapistil, í þetta sinn um skipulag fyrir nýja tíma, sem er einmitt yfirskrift Skipulagsdagsins í ár. Fjallað er um New European Bauhaus-átak framkvæmdastjórnar ESB og nýbreytni við stafrænt skipulag. Þá er einnig að finna grein um forsamráð og samþættingu umhverfismats og skipulags. Að venju opnum við Skipulagsgluggann, þar sem vakin er athygli á skipulags- og hönnunarverkefnum sem fela í sér nýmæli og áhugaverðar lausnir, en að þessu sinni opnast glugginn norðan heiða á Akureyri. 


Torgið, haust 2021.