Torgið - fréttabréf Skipulagsstofnunar
Út er komið nýtt tölublað Torgsins, fréttabréfs Skipulagsstofnunar. Fréttabréfið kemur út tvisvar á ári og er ætlað að miðla upplýsingum um starf Skipulagsstofnunar og kynna um leið nýjungar og fagleg efni á sviði skipulagsmála.
Í ár fögnum við því að 100 ár eru liðin frá samþykkt fyrstu laga um skipulagsmál hér á landi og í Torginu er kynnt greinaröð sem Skipulagsstofnun stendur fyrir af því tilefni. Meðal annarra umfjöllunarefna tölublaðsins eru nýsamþykkt heildarlög um umhverfismat framkvæmda og áætlana, landfræðileg gagna- og samráðsgátt sem fyrirhugað er að taka í notkun í lok næsta árs, nýlegar breytingar á jarðalögum og leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Í Skipulagsglugganum, föstum lið fréttabréfsins, er fjallað um skipulag áfangastaðar ferðamanna við Fjallsárlón á Breiðamerkursandi.