Fréttir


  • Torgið - forsíða

29.12.2020

Torgið – fréttabréf Skipulagsstofnunar

Út er komið nýtt tölublað Torgsins, fréttabréfs Skipulagsstofnunar. Fréttabréfið kemur út tvisvar á ári og er ætlað að miðla upplýsingum um starf Skipulagsstofnunar og kynna um leið nýjungar og faglegt efni á sviði skipulagsmála.

Tölublaðið sem nú kemur út er helgað tillögu að landsskipulagsstefnu sem er til kynningar á vef Skipulagsstofnunar, en frestur til koma á framfæri athugasemdum við tillöguna er til og með 8. janúar nk. Í blaðinu er meðal annars fjallað um loftslagsmiðað skipulag, skipulagshugmyndina um 20 mínútna bæinn, nýútkomna skýrslu um kortlagningu og flokkun landslagsgerða á Íslandi og áform um vefgátt um skipulag og framkvæmdir. Skipulagsglugginn, fastur liður fréttabréfsins, opnast að þessu sinni í miðbæ Hvolsvallar þar sem deiliskipulag var nýlega endurskoðað.

Torgið – fréttabréf Skipulagsstofnunar