Fréttir


15.3.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna verslunar- og þjónustusvæðis á Helgustöðum í Unadal

Athugasemdafrestur er til 1. maí 2024

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í skipulagstillögunni felst skilgreining á verslunar og þjónustusvæði (VÞ-11) fyrir allt að 2000 m2 verslunar-, þjónustu- og gististarfsemi á Helgustöðum. Landbúnaðarland (L1) minnkar sem breytingunni nemur.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.skagafjordur.is og í Skipulagsgátt.

Athugasemdir þurfa að berast á skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, eða til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 1. maí 2024.