Teymisstjóri rekstrar og þjónustu
Laust er til umsóknar starf teymisstjóra rekstrar og þjónustu
Leitað er að heiðarlegum og samviskusömum aðila í starf teymisstjóra. Hann mun bera ábyrgð á umsjón verkefna sem heyra undir teymi rekstrar og þjónustu, þ.e. móttöku, skjalavörslu, rekstri húsnæðis, vél- og hugbúnaðar, fjármálum og starfsmannamálum. Um fullt starf er að ræða og er byrjunartími samkomulagsatriði.
Starfssvið:
- Afgreiðsla einstakra mála sem heyra undir teymið í samvinnu við forstjóra og starfsmenn teymisins.
- Greiðsla reikninga, innheimta, launaafgreiðsla o.þ.h.
- Umsjón starfsmannamála, s.s. gerð ráðningarsamninga og umsjón með skráningum í Vinnustund.
- Þátttaka í gerð rekstraráætlana og fjárlagatillagna.
- Samhæfing og eftirfylgni þeirra verkefna sem heyra undir teymi rekstrar og þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun á sviði bókhalds er skilyrði. Háskólapróf í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun er kostur.
- Haldgóð reynsla af bókhaldi. Reynsla af Oracle mannauðs- og fjárhagskerfi er kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Jákvætt viðmót, þjónustulund og samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Frumkvæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi. Stofnunin vinnur í víðtæku samráði við sveitarfélög, önnur stjórnvöld og hagsmunaaðila. Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars n.k.
Umsóknir skulu berast til Capacent www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.