Fréttir


  • Lógó Skipulagsstofnunar

1.4.2016

Sviðsstjóri, umhverfismat

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sviðsstjóra á svið umhverfismats. Svið umhverfismats er eitt fjögurra fagsviða á Skipulagsstofnun. Meðal helstu verkefna þess er mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana. Það varðar leiðbeiningar um þessi efni, sem og  afgreiðslu  framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og áætlana sem háðar eru umhverfismati. 

 

Starfssvið:

  • Ábyrgð og umsjón með afgreiðslu mála varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.
  • Dagleg stjórnun á sviðinu.
  • Ábyrgð og umsjón með áætlanagerð fyrir sviðið.
  • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
  • Þátttaka í stefnumótun fyrir stofnunina.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaragráða í umhverfis- og auðlindafræði, landfræði, skipulagsfræði eða sambærilegt
  • Reynsla af umhverfismati æskileg
  • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla  af stjórnunarstörfum og opinberri stjórnsýslu æskileg
  • Gott vald á íslensku, bæði í ræðu og riti
  • Frumkvæði, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð nauðsynleg

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.