Svæðisskipulag í Skipulagsvefsjá og WMS þjónusta
Í Skipulagsvefsjánni er nú er hægt að skoða svæðisskipulagsáætlanir með sambærilegum hætti og aðal- og deiliskipulag. Þar eru m.a. aðgengilegar upplýsingar um heiti svæðisskipulagsáætlana, hlutaðeigandi sveitarfélög og dagsetningu gildistöku. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og áorðnar breytingar á svæðisskipulag.
Eftir sem áður er hægt að skoða kort yfir stöðu svæðisskipulags í kortavefsjá Skipulagsstofnunar.
Auk þessa býður Skipulagsstofnun nú upp á WMS þjónustu þar sem eru aðgengileg landupplýsingagögn fyrir svæðis- og deiliskipulag. Gögnin eru flákar sem sýna afmörkun skipulagssvæða.