Fréttir


  • Goðafoss

18.10.2016

Styrkir úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar 2016

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum og alls bárust tíu umsóknir um styrki með ósk um samtals rúmlega tuttugu milljónir en í ár hafði sjóðurinn sjö milljónir króna til ráðstöfunar. Til grundvallar mati á umsóknum voru viðmið sem kynnt voru þegar auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn. Auk þess var lagt mat á hefðbundna þætti rannsóknarumsókna, s.s. þekkingu og reynslu umsækjanda, markmið verkefnis, aðferðir og raunhæfni verk- og kostnaðaráætlunar og væntanlegs afraksturs. Þá var horft til þess hvort um var að ræða þróunarverkefni og rannsóknir á sviði skipulagsmála sem nýtast sveitarfélögum við skipulagsgerð.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk:

  • Landslag og þátttaka
  • Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi – Raundæmið Skjálfandi
  • Víðerni á miðhálendi Íslands – rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings

Lýsing á verkefnunum. 

Gert er ráð fyrir að lokaskýrslur rannsóknarverkefna verði birtar á vef Skipulagsstofnunar.