Starf sérfræðings á sviði umhverfismats
Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði umhverfismats. Helstu verkefni þess eru mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra.
Starfssvið
- Vinna að ákvörðunum og umsögnum stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.
- Ráðgjöf og samskipti við framkvæmdaraðila, forsvarsaðila áætlanagerðar, ráðgjafa og almenning.
- Þátttaka í öðrum verkefnum, svo sem kynningar- og leiðbeiningarstarfi, þróun verklags og stefnumótun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistaragráða á sviði umhverfismats, svo sem sérmenntun í umhverfismati, umhverfisfræði, skipulagsfræði eða verkfræði.
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi er æskileg, svo sem við umhverfismat eða opinbera stjórnsýslu.
- Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum og metnaður til að ná árangri.
- Frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019. Allar nánari upplýsingar er að finna á capacent.com/s/12416