Fréttir


  • Hólasandslína 3

3.7.2020

Staðfestinga á breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3

Skipulagsstofnun staðfesti, 2. júlí 2020, breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 28. maí 2020.

Um er að ræða breytta legu Hólasandslínu 3 á þremur svæðum innan sveitarfélagsins, í Bíldsárskarði, í Fnjóskadal og í Laxárdal. Jafnframt er mörkuð stefna um 18 ný efnistökusvæði vegna línuframkvæmdanna.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.