Staðfesting breytingar á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps vegna landnotkunar í Bakkagerði
Skipulagsstofnun staðfesti, 5. janúar 2021, breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 sem samþykkt var í sveitarstjórn Múlaþings 11. nóvember 2020.
Í breytingunni felst stækkun íbúðarbyggðar ÍB1 og stækkun svæðis fyrir verslun og þjónustu BV4 við Bakkaveg í Bakkagerði. Þéttbýlismörk Bakkagerðis færast lítillega til norðurs.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.