Staðfesting ábreytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna Fossárvíkur
Skipulagsstofnun staðfesti, 3. október 2019, breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. september 2019.
Í breytingunni felst að í Fossárvík við Fossárdal er skilgreint 3 ha svæði fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu þjónustuhúss með veitingasölu og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn. Einnig er sett nánari stefna um mannvirkjagerð á landbúnaðarsvæði í nágrenni Fossár og lega byggðalínu er leiðrétt á uppdrætti.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.