Staðfesting á endurskoðuðu aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038
Skipulagsstofnun staðfesti, 12. ágúst 2019, Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038, sem samþykkt var í sveitarstjórn 6. júní 2019.
Við gildistöku endurskoðaðs aðalskipulags fellur úr gildi Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2008-2020 ásamt síðari breytingum.
Málsmeðferð var samkvæmt 30. - 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.