Fréttir


  • Vatnsverndarsvæði og flugbraut

19.10.2020

Staðfesting á breytingu á svæðisskipulagi Suðurnesja vegna vatnsverndarsvæðis og flugbrautarkerfis á Keflavíkurflugvelli

 

Skipulagsstofnun staðfesti 15. október 2020 breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd 5. desember 2019.

Í breytingunni felst ný afmörkun vatnsverndarsvæðis sunnan Fitja í Reykjanesbæ og í Sveitarfélaginu Vogar og breyting á flugbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar ásamt hindrunarflötum flugbrauta.

Málsmeðferð var samkvæmt 27. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Hægt verður að nálgast svæðisskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.