Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna Lönguhlíðar á Bíldudal
Skipulagsstofnun staðfesti, 7. febrúar 2020, breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. desember 2019.
Breytingin felur í sér stækkun íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal á kostnað opins svæðis til sérstakra nota, Ú9. Svæðið er neðan leiðigarðs vegna ofanflóðavarna og verður heimilt að reisa tveggja hæða íbúðarhús með allt að 4 íbúðum á hverri lóð.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.