Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna iðnaðarsvæðis í Viðlagafjöru
Skipulagsstofnun staðfesti 3. janúar 2023 breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. desember 2022.
Í breytingunni felst að syðri hluti efnistökusvæðis E-1 í Viðlagafjöru er skilgreint sem iðnaðarsvæði I-3 og er svæðið jafnframt stækkað til suðurs vegna áforma um allt að 11.500 tonna landeldi. Lagður verður nýr aðkomuvegur að iðnaðarsvæðinu úr suðri um núverandi vegslóða. Efnistökuheimildir á E-1 haldast óbreyttar. Óbyggt svæði ÓB-3 minnkar lítillega vegna áformanna.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.