Fréttir


26.11.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólsvirkjunar

Skipulagsstofnun staðfesti, 23. nóvember 2018 breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022,  sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. október 2018.

Í breytingunni felst að 36 ha af landbúnaðarsvæði og óbyggðu svæði  eru afmarkaðir sem iðnaðarsvæði fyrir 5,5 MW  vatnsaflsvirkjun, Hólsvirkjun. Byggðar verða tvær stíflur og vatnið leitt í þrýstipípu fyrir háls sunnan Garðsfells að stöðvarhúsi á bökkum Fnjóskár. Alls 6 efnistökusvæði eru skilgreind í tengslum við virkjunina. Lagður verður 33 kV jarðstrengur frá stöðvarhúsi virkjunar að Rangárvöllum á Akureyri.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.