Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Íbúðarbyggðar (ÍB-801), Lækjarbakka-Steinaborgar
Skipulagsstofnun staðfesti 26. apríl 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var í sveitarstjórn 13. desember 2023.
Í breytingunni felst rýmkun byggingarheimilda þar sem íbúðum fjölgar um 5 og verða 24 íbúðir heimilaðar í íbúðabyggð ÍB-801 innan þéttbýlisins Steinsstaða.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.