Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarskeið 65
Skipulagsstofnun staðfesti þann 18. desember 2017 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022, sem samþykkt var í bæjarstjórn Ölfuss 23. febrúar 2017.
Í breytingunni felst að 1,4 ha svæði við Hafnarskeið 65 er breytt úr hafnarsvæði (HO) í verslunar- og þjónustusvæði (V4) þar sem gert er ráð fyrir hótel – og veitingarekstri.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi.