Fréttir


12.6.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna Hellisholts á Mýrum

Skipulagsstofnun staðfesti, 12. júní 2019, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. maí 2019.

Í breytingunni felst að 4 ha landbúnaðarsvæði í landi Hellisholts er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu þar sem gert verður ráð fyrir gistingu fyrir allt að 60 gesti, veitingaþjónustu, starfsmannaaðstöðu og tjaldsvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.