Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna efnistöku við Kvíá
Skipulagsstofnun staðfesti 28. júní 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. júní 2019.
Í breytingunni felst að 1,5 ha landbúnaðarsvæði neðan brúar yfir Kvíá er breytt í efnistökusvæði vegna breikkunar Hringvegar 1 beggja vegna brúarinnar. Gert er ráð fyrir allt að 15.000 m³ efnistöku.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.