Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna efnistöku í Suðurfjörum
Skipulagsstofnun staðfesti, 17. mars 2022, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. febrúar 2022.
Í breytingunni felst heimild til allt að 2.000m3 efnistöku í tilraunaskyni á 2,5 ha svæði. Frekari áform um efnistöku verða ákveðin á grundvelli þeirrar reynslu sem fæst með efnistökunni.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.