Fréttir


5.7.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs vegna Rósaselstorgs, Garðvangs og hindrunarflata flugvallar

Skipulagsstofnun staðfesti þann 4. júlí 2018 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn Garðs 4. apríl 2018.

Breytingin felst í breyttri landnotkun við Rósaselstorg úr athafnasvæði í verslun og þjónustu og við Garðvang úr samfélagsþjónustu í íbúðarbyggð. Einnig er gerð breyting á hindrunarflötum Keflavíkurflugvallar.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.