Fréttir


22.1.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps vegna íbúðarbyggðar ÍB4 á Svalbarðseyri

Skipulagsstofnun staðfesti 17. janúar 2019 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, vegna afmörkunar íbúðarbyggðar ÍB4 á Svalbarðseyri (Valsárhverfi) til samræmis við eignamörk lands. Með breytingunni stækkar íbúðarbyggðin um 0,7 ha yfir á svæði sem áður var skilgreint sem óbyggt svæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.