Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna verslunar og þjónustu í landi Axlar
Skipulagsstofnun staðfesti 21. mars 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2023.
Breytingin felst í að verslunar- og þjónustusvæði VÞ-27 og VÞ-28 minnka hvort um sig úr 1 ha í 0,3 (VÞ-27) og 0,7 ha (VÞ-28). Skilgreina á nýjan 1 ha landnotkunarreit VÞ-33 staðsettan fjær þjóðvegi. Um tilfærslu verslunar og þjónustu er að ræða en samanlögð stærð landnotkunar helst hin sama.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og í Skipulagsgátt þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.