Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna golfvallar sunnan Rifs
Skipulagsstofnun staðfesti 22. apríl 2020 breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í sveitarstjórn 2. apríl 2020.
Í breytingunni felst að 43 ha af óbyggðu svæði Ób-3 er breytt í íþróttasvæði Íþ-3 fyrir 9 holu golfvöll. Áður fyrirhugaður golfvöllur á ÍÞ2 verður nýttur fyrir æfingasvæði fyrir golfáhugafólk.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.