Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna frístundabyggðra í landi Ölkeldu
Skipulagsstofnun staðfesti 23. maí 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í bæjarstjórn dags. 23. mars 2023.
Í breytingunni felst að frístundabyggð (F-4) við Staðará í landi Ölkeldu er stækkuð um 2,2 ha vegna áforma um fjölgun frístundahúsa. Samtals er gert ráð fyrir allt að 9 frístundahúsum á svæðinu.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.