Fréttir


4.9.2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna frístundabyggðar á Arnastapa

Skipulagsstofnun staðfesti 3. september 2024 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. júlí 2024.

Í breytingunni felast auknar byggingarheimildir með nýtingarhlutfall í allt að 0,07 nema strangari skilmálar séu í deiliskipulagi.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.