Fréttir


  • Uppdráttur, Dritvíkurvegur og Djúpalónssandur

9.8.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Dritvíkurvegar og Djúpalónssands

Skipulagsstofnun staðfesti 8. ágúst 2023, breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. júlí 2023.

Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF-U-7) er stækkað um 2 ha beggja vegna Útnesvegar fyrir nýja staðsetningu bílastæða og þjónustuhúss. Landbúnaðarland minnkar sem stækkuninni nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.