Fréttir


28.10.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna efnistöku í Garði

Skipulagsstofnun staðfesti, 27. október 2022, breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem samþykkt var í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 14. september 2022.

Í breytingunni felast áform um efnisnám í landi Garðs vegna fyrirhugaðrar lagningar göngu- og hjólastígs umhverfis Mývatn, ný landnotkun 383-E mun ná yfir hluta athafnasvæðis 373-A og landbúnaðarsvæðis auk núverandi ómerkts efnistökusvæðis.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.