Fréttir


  • Aðalskipulagsbreyting

25.1.2016

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps

Vegna verslunar- og þjónustusvæðis í landi Grímsstaða

Skipulagsstofnun staðfesti þann 5. janúar 2016 breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem samþykkt var í sveitarstjórn Skútustaðahrepps 11. nóvember 2015.

Breytingin nær til verslunar- og þjónustusvæðis 363-V í landi Grímsstaða. Heimilt verður að byggja þriggja hæða hótel í stað tveggja hæða. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.