Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps vegna Indriðastaða og Mófellsstaða
Skipulagsstofnun staðfesti þann 21. júní 2018 breytingu á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 24. maí 2018.
Í breytingunni felst að frístundabyggð C í landi Indriðastaða stækkar um 2 ha. Nýtt brunnsvæði er skilgreint ásamt grann- og fjarsvæði vatnsverndar á jörðunum Indriðastaðir og Mófellsstaðir. Efnistökusvæði nr. 16 er fellt burt en afmörkun og stærð efnistökusvæða 8 og 9 er breytt þannig að þau liggja eftir árfarvegi Kaldár.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.