Fréttir


9.1.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps vegna Dagverðarness

Skipulagsstofnun staðfesti 7. janúar 2020, breytingu á Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 27. nóvember 2019.

Breytingin er í landi Dagverðarness ofan Skorradalsvegar (508) og felst í því að svæði C frístundabyggð minnkar um 4 ha en til verður ný 3,9 ha frístundabyggð E austan við frístundabyggð D. Til verða tvö ný skógræktarsvæði Q, 15,4 ha og 32 ha og óbyggt svæði minnkar sem því nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.