Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Hraunvalla
Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. júní 2016 breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 4. maí 2016.
Breytingin tekur til 1,6 ha landbúnaðarsvæðis í landi Hraunvalla sem breytist í verslunar- og þjónustusvæði V12. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.