Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Réttarholt A, verslun og þjónusta
Skipulagsstofnun staðfesti þann 30. ágúst 2017 breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. ágúst 2017. Í breytingunni felst að 4 ha af spildu sem er skilgreind sem landbúnaðarland austan við þéttbýlið Árnes er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Fyrirhugað er að byggja gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns í litlum einlyftum húsum og þjónustuhús vegna hestaferða.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi.