Fréttir


16.5.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps vegna Tungu (V-9)

Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. maí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022, sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. apríl 2017.

Í breytingunni felst að 7,6 ha óbyggt svæði í landi Tungu er breytt í verslunar- og þjónustusvæði fyrir 75 herbergja hótel og 25 lítil gistihús (V-9). Heimilt verður að byggja 4.815 m² á svæðinu. Á iðnaðarsvæðinu I-6 „fiskeldi við Tungulæk“ verður heimilt að reisa allt að 1.000 m² fiskeldissafn.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Auglýsing um staðfestinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda innan tíðar og með því öðlast gildi.

Í kjölfarið verður hægt að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.