Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir, aðalgötur og nærþjónustukjarnar
Skipulagsstofnun staðfesti 27. febrúar breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 18. janúar 2018.
Um er að ræða breytingu á almennum heimildum fyrir veitinga- og gististaði á einstökum landnotkunarsvæðum, þ.m.t. við aðalgötur og á landnotkunarreit M1c í miðborginni. Breytingin leiðir til breytinga á töflum 2 og 3 í kaflanum Landnotkun, bls. 221-222 og á korti yfir aðalgötur og kjarna á bls. 205 í gildandi aðalskipulagi.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.