Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Stekkjabakka
Skipulagsstofnun staðfesti 28. september 2018 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 19. júlí 2018.
Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri færslu Stekkjarbakka um 50 m til norðurs, sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.