Fréttir


4.4.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stækkunar hafnarsvæðis í Sundahöfn

Skipulagsstofnun staðfesti, 1. apríl 2019, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 7. mars 2019.

Í breytingunni felst að hafnasvæði H4 í Sundahöfn stækkar með 2 ha landfyllingu við Skarfabakka-Kleppsbakka og 3,5 ha landfyllingu við Klettagarða. Vegna landfyllingarinnar er legu stíga við Klettagarða breytt og á hluta hennar er skilgreint strandsvæði (ST), í jaðri við opið svæði í Laugarnesi.

Málsmeðferð var samkvæmt 30. - 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.