Fréttir


22.3.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna miðsvæðis við Nauthólsveg og Flugvallarveg

Skipulagsstofnun staðfesti þann 10. mars 2017 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarráði 9. febrúar 2017.

Í breytingunni er opnu svæði (OP) við gatnamót Nauthólsvegar og Flugvallarvegar breytt í miðsvæði (M). Þéttingarreitur nr. 15 verður stækkaður til norðurs úr 3 ha í 4,4 og heimilt verður að byggja 400 íbúðir í stað 300. Legu stofnstígs verður breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin mun öðlast gildi við birtingu auglýsingar um staðfestinguna í  B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.