Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Lóuhóla 2-6
Skipulagsstofnun staðfesti þann 21. ágúst 2017 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarráði 15. júní 2017.
Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) við Lóuhóla 2-6 stækkar um 400 m2 og opið svæði (OP) minnkar samsvarandi.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast breytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi.