Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna fjölgunar íbúða
Skipulagsstofnun staðfesti, 10. mars 2021, breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 sem samþykkt var í borgarráði 7. janúar 2021.
Breytingin markar stefnu um landnotkun og fjölgun íbúða á eftirfarandi reitum; Arnarbakki (nr. 66), Eddufell-Völvufell (nr. 67), Rangársel (nr. 68), Háaleitisbraut-Miklabraut (nr. 64), Furugerði-Bústaðavegur (nr. 65) og Vindás-Brekknaás (nr. 51).
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.