Fréttir


23.8.2017

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, miðborgarkjarni M1a

Skipulagsstofnun staðfesti þann 21. 2017 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem samþykkt var í borgarráði 6. júlí 2017.

Í breytingunni felst að sett eru sérákvæði sem takmarka uppbyggingu hótela og gististaða í miðborgarkjarna (M1a). Bætt er við texta í skilgreiningu á M1a í kaflanum Landnotkun-skilgreiningar og í sértækum ákvæðum um hótel og gistirými auk þess sem töflu 3. Gististaðir er breytt.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast breytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi.