Fréttir


11.3.2019

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar vegna sameiningar Hlíðahverfis og Efra Nikelsvæðis ÍB28

Skipulagsstofnun staðfesti 8. mars 2019 breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 2. október 2018.

Í breytingunni felst að ÍB28 Hlíðahverfi og ÍB29 Efra Nikelsvæði eru sameinuð í eitt svæði, Hlíðahverfi og Efra Nikelsvæði ÍB28. Fjöldi íbúða á sameinuðu svæði breytist ekki en gert er ráð fyrir 1-5 hæða húsum í staðinn fyrir 1-4 hæða húsa áður.

Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.