Fréttir


  • Litli Klofi, Rangárþingi ytra

30.3.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna Litla-Klofa, landbúnaðarsvæði

Skipulagsstofnun staðfesti, 29. mars 2022 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. mars 2022.

Í breytingunni felst að um 100 ha af frístundabyggð F37 í landi Litla Klofa er breytt í landbúnaðarsvæði. Frístundabyggðin verður 60 ha og lóðum fækkar úr 50 í 20.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.